Passport snjóbretti 25/26 Unisex
Vara væntanleg
Vörunúmer: 11L0022.1.1.

Það eina sem þú þarft til að kanna ný svæði og nýjar brekkur! Og nú í uppfærðu útliti!
K2 Passport 25/26 snjóbrettið spannar þarfir breiðs hóps einstaklinga, þeirra sem hafa öðlast miðlungs getu og alla leið til þeirra sem gera kröfur um hörku All Montain bretti. K2 Passport kemur í mörgum stærðum og er... já haldið ykkur: UNISEX
Þetta bretti er einstefnubretti (directional) en þó er auðvelt að svissa því á hinn veginn (Faky Friendly). 8mm "taper" sem þýðir að brettið er breiðara að framan en aftan, sem skilar sér í því að auðveldara er að ná klassa stjórn í dýpri snjó. Minna sidecut fyrir hárbeittar og aggressívar beygjur á meðan lengri radíus milli fóta gerir beygjurnar áreynslulitlar og fyrirséðar. Nú með nýrri blöndu af ICG 10™ Triax trefjaplasti í grunninn, umvafið A1 kjarnanum, sem veitir meiri tilfinningu fyrir brettinu. Þar sem þetta bretti er stífara 7/10, hentar það fyrir meiri hraða, snarpari beygjur og stökk.
K2 Passport gefur þér aðgang og frelsi til að ferðast um hvaða brekku sem er, takast á við hvaða aðstæður sem er, á meiri hraða en með fullkomna stjórn.
Þú munt elska þetta bretti svo mikið að þú munt sennilega sofa með það við hliðina á þér.
