0
Hlutir Magn Verð

GG Sport hóf rekstur árið 2005 í litlum 18fm bílskúr við Hvassaleiti og einblíndi á límviðgerðir á slöngubátum og þurrgöllum. Stóðu þar vaktina æskufélagarnir Leifur og Tómas undir nafninu Gúmmíbátar & Gallar sem jafnframt var skírskotun í áhersluna á þeim tíma.

Alls störfuðu þeir í fjögur ár í bílskúrnum eða frá 2005 til 2009. Mikið af skemmtilegum hugmyndum var hrint í framkvæmd á þeim tíma og hófst innflutningur á vörum og fjallabakterían skotið rótum. 

Í byrjun árs 2010 fluttu þeir félagar starfsemina í  50fm húsnæði við Askalind í Kópavogi. Jafnt og þétt var aukið við vöruúrvalið með áherslu á gæði og gott verð.

Í apríl 2011 flutti starfsemin í 160fm húsnæði við Súðavog  42 og létu Leifur og Tómas gamlan draum verða að veruleika: Opnuð var verslun samhliða viðgerðarverkstæðinu.

Í Janúar 2014 flutti fyrirtækið í 425fm húsnæði að Smiðjuveg 8 í Kópavogi og skartar glæsilegri  verslun, öflugu þjónustuverkstæði og frábæru starfsfólki sem hefur lagt sitt á vogarskálarnar . Í stýrishúsinu sitja æskufélagarnir Leifur og Tómas enn sem áður með sömu góðu gildin að leiðarljósi.

Leifur og Tommi