0
Hlutir Magn Verð

Gallaviðgerðir

Gerum við allar tegundir af þurrgöllum, kafaragöllum og blautgöllum sem koma frá okkur. Útskipti á hálsmálum, ermaþéttingum, fótþéttingum eða sokkum. Hægt er að velja á milli latex, heavy duty latex eða neoprene háls-og ermargúmmí. Einnig tökum við að okkur breytingar eða sérsmíði á viðbótum. Best er að hafa samband til að fá upplýsingar hvað hentar hverjum galla fyrir sig.

Nokkur góð ráð sem bæta endingu gallans:

  • Geyma skal gallann þannig að vel lofti um hann. Best er að hann hangi á herðatré.
  • Ávalt skal skola gallann vel með fersku vatni eftir notkun í sjó. Saltið skemmir öndun og bræðir latex þéttingar.
  • Forðast skal að geyma galla með latex þéttingum við sólarljós.
  • Þvo skal gallann reglulega með þar til gerðu efni sem eyðir grút, lifandi veirum og öðrum óhreinindum (t.d Slosh Shampo)
  • Aldrei skal vöðla saman galla til geymslu nema hann sér alveg þurr.

Nokkur góð ráð við meðhöndlun:

  • Alltaf skal fara varlega úr ermum og hálsmáli til að rífa ekki latex og úlnliðsþéttingar.
  • Hafa skal mottu (t.d C-Mat) undir gallanum þegar farið er í hann og úr til að koma í veg fyrir skemmdir á sokkum og til að forðast að óhreinindi berist í efnið. Hægt er að fá þar til gerða nælonsokka sem auðveldar þurrgöllum með latex sokkum að fara í skó. 
  • Galla, skó og hanska er gott að geyma í þurrpoka eða C-Mat svo leki ekki í bílinn.

 

Skíðaviðgerðir og vöxun

Við sjáum til þess að skíðin þín séu í toppstandi fyrir brekkurnar. Verkstæðið okkar þjónustar öll skíði ef þörf er á. Vöxun, slípun, hreinsun og áfestingar á bindingum. Best er að hafa samband til að fá upplýsingar hvað hentar hverju skíði fyrir sig.

https://youtu.be/29UR5DGcpWg