Aurai DFS GTX
Vörunúmer: 965108
Aurai DFS GTX er tæknilegur skór frá AKU sem hentar vel í fjallaklifur og ísklifur í mikilli hæð. Skórinn gerir þér kleift að takast á við krefjandi klifur vegna léttleika og þæginda jafnvel með þungan bakpoka. Hann er einangraður með 350 g bólstrun og Gore-Tex filmu svo þú getur verið í lengri tíma bæði í blautu og köldu umhverfi. Aurai DFS GTX er með tvö mismunandi reimakerfi sem gerir þér kleift að reima skóinn á hefðbundinn hátt en einnig þrengja skóinn í krefjandi aðstæðum. Rennd hlíf yfir reimarnar koma í veg fyrir að snjór og steinar komast í skóinn. Skórinn er þægilegur og auðveldur í göngu þökk sé Elica Natural Stride System sem eykur skilvirkni í göngu. Skórinn er með Vibram Croda Litebase sóla sem hentar fyrir smellubrodda sem tryggir stöðugleika, grip og nákvæmni í allra tæknilegustu aðstæðunum.
- Efri partur: Kevlar with Laminated Spider Frame Structure
- Vörn á efri part: Gúmmí allan hringinn
- Lýsing á fóðri: GORE-TEX® Insulated Comfort + PRIMALOFT Inserts
- Ytri sóli: VIBRAM® Croda Litebase
- Miðsóli: PU (pólýúretan) í tvöföldum þéttleika
- Innlegg: Custom Fit Pro Alum (einangrandi)
- Stífleiki: 6-4 MM + kolefnatrefjar og alveolar aluminum + Die Cut EVA (X STIFF)
- Þyngd: 700 gr.
Einstök þægindi og framúrskarandi gæði hafa skipað AKU meðal fremstu og virtustu skóframleiðanda í heimi.