Forpöntun Strike Angler
Vörunúmer: FOR Rauður
Forpöntunarverð: 189.900,-
(Venjulegt verð: 259.900,-)
20 þús innágreiðsla sem er óafturkræf, rest við afhendingu 2025. VISA/RAÐ valmöguleiki.
Strike Angler báturinn er fjölskyldu og veiðibátur sem hefur rækilega slegið í gegn á Íslandi! Þessi tiltekni bátur er sá allra stöðugasti af öllum Sit-On-Top bátum á markaðinum vegna hins byltingarkennda tvíbitnulaga kjöl. Á þessum bát þarf því ekki að vera opin vatnsgöt til að auka stöðugleika líkt og hjá flestum öðrum framleiðendum.
Fyrir þá sem hafa hug á veiðar í sjó fylgir frítt öryggis- og róðratækninámskeið í boði GG. Sjá myndbrot frá róðra- og öryggisnámskeið.
Báturinn er vel búinn aukahlutum að staðaldri og eru höldur fyrir þrjár veiðistangir.
Framleiddur í Bretlandi, ríkulega búinn og á góðu verði. Að auki er hægt að fá ankeri til að halda stað þegar búið er að finna fiskitorfurnar.
Islander Strike bátarnirnir eru fyrir alla: stangveiðimenn, skotveiðimenn, fjölskyldufólk, krakka og svo mætti lengi telja. Þessi græja er eitt af því fáa sem sameinar gauragang og ævintýramennsku fyrir fullorðna og frábæra fjölskyldudaga út á sjó eða vötnum.
Tvítbitnulaga kjölurinn gerir kleift að henda bátnum beint á þverboga, tjaldvagn eða kerru með nánast engri fyrirhöfn (án sérstaka festinga). Tvö strappabönd og málið og dautt og báturinn kemur með hvert sem er.
Eiginleikar:
- Tvíbitnulagakjölur, ótrúlega stöðugur
- Extra breidd fyrir extra stöðugleika
- Tvær árafestingar fyrir aftan ræðara
- Hannaður þannig að það sé hægt að standa eða veiða á hlið
- Stór og góð lúga
- Daglúga fyrir framan ræðara með netapoka
- Mikið geymslupláss að aftan
- Dekklínur
- SlideLock ™ stillanleg fótstig
- Mjög þægilegt fellanlegt sæti
- Deluxe bakstuðningur
- Sídren
- Hliðarhandföng, og árafesting
- Burðarhandföng
- D hringir til að festa í
- Drentappi
- Hægt að fá anker, GPS og fl. sem aukabúnaður
- Lengd: 4,06m
- Breidd: 81cm
- Þyngd: 34kg
- Burðargeta: 181kg