Skíðaúlpa - Aprés Ski
Vara væntanleg
Vörunúmer: 35W0027 U901 Blk
Aprés Ski herraúlpan er hönnuð til þess að veita þér áreiðanlega vernd gegn veðri og vindum án þess að það sé á kostnað hreyfigetu þinnar í snjósportinu.
Úlpan er fóðruð með Feel Warm Flat fóðrun sem tryggir frábæra hitaeinangrun um leið og úlpan er þunn og tekur tiltölulega lítið pláss.
Hlý, lipur og þægileg - það er vart hægt að biðja um meira í skíðaúlpu.
Aprés ski skíðaúlpan er auk þess vatnsheld, öndunargóð og með límdum saumum til þess að auka enn á vatnsheldni.
Á úlpunni er hetta með tvöföldum rennilás, sem gerir þér kleift að stækka hettuna til þess að koma hjálminum fyrir. Hægt er að renna hettunni af.
Stroffið á ermunum er úr Lycra efni og hægt er að stilla það eftir hentisemi.
Á úlpunni innanverðri er svokallað snjóbelti sem þú getur smellt saman og þannig haft úlpuna frárennda á öruggan hátt á meðan þú skíðar.
Fimm vasar eru á Aprés Ski skíðaúlpunni, tvennir renndir vasar á hliðum, einn brjóstvasi, einn vasi innan á úlpunni og einn vasi á erminni, sem er sérhannaður til þess að geyma skíðapassann þinn.
Þyngd: 980g
Lengd: 78cm
WP: Vatnsheldni 10.000 mm