Boot Locker
22.990kr
Vörunúmer: 20H5000.1.1.1SIZ

Boot Locker skíðaskóbakpokinn frá K2 er frábær og áreiðanlegur félagi í skíðaferðina.
Bakpokinn stendur af sér áhlaup náttúruaflanna með bravör, þar sem Ripstop 6000 efni er í ysta lagi, botninn er sterklegur og bakpokinn heldur lögun sinni. Bakpokinn er svo húðaður með TPU sem gerir bakpokann núningsþolinn og vatnsheldan.
Boot Locker er auðveldur í burði, þar sem þú getur valið á milli þess að halda á honum eins og poka eða nota bakpokaböndin og skellt honum á bakið.
Eins og nafnið gefur til kynna er Boot Locker hannaður til þess að þú getir geymt skíðaskóna þína og aukinheldur er á pokanum hólf fyrir hjálm, gleraugu og annann búnað sem nauðsynlegt er að hafa meðferðis.
Þyngd: 500g
Stærð: 38L - pláss fyrir 1 par af skíðaskóm


