FreeRide Skel Skíðabuxur
Vara væntanleg
Vörunúmer: 35W2457 F762 Musk

Freeride skel skíðabuxurnar eru hannaðar fyrir krefjandi fjallamennsku og vetraríþróttir.
Buxurnar eru vind- og vatnsheldar og með límdum saumum sem verja þig fyrir veðri og vindum.
Clima Protect himnan utan á efninu á buxunum gerir buxurnar að frábærri vörn gegn kuldabola
en gerir það einnig að verkum að efnið andar ljómandi vel.
Á buxunum er stillanlegt mittisband sem hægt er að stilla með frönskum rennilás og á þeim eru þrennir renndir vasar fyrir allt það mikilvægasta.
Neðst á skálmum eru snjóhlífar og efnið á innri lærum er styrkt sérstaklega svo að buxurnar standa af sér núning og álag.
Þyngd: 855g
Lengd: 113cm
Efni: 100% Pólýester
Vatnsheldni: WP 10.000mm
Þvottaleiðbeiningar: Má þvo á 30° og setja í þurrkara á kalt prógramm