Zodiac 3R
14.990kr
Vörunúmer: 720512000170

Zodiac 3R klifurhjálmurinn er brautryðjandi hvað varðar sjálfbærni í framleiðslu klifurbúnaðar. Polyamide ytri skel hjálmsins er búin til úr endurunnum klifurlínum og EPS innri skelin er einnig úr endurunnum efnum. Til viðbótar við þann nauðsynlega eiginleika að halda höfðinu á þér öruggu, er hjálmurinn einnig þægilegur, léttur og með góðri loftun. Zodiac 3R hjálmurinn hentar vel í klifur, fjallamennsku og via ferrata klifur.
Hjálmurinn veitir góða alhliða vörn fyrir höfuðið og ver auk þess vel gegn höggi frá hlið.
Wing Fit system er á hjálminum sem gerir þér kleift að stilla hjálminn hratt og örugglega.
Hægt er að fjarlæga púðana innan í hjálminum og þvo. Hægt er að festa höfuðljós á hjálminn bæði að framan og aftan.
Þyngd: 354g
Stærð: Hentar fyrir höfuðstærð 55-61cm
Festingar: Twist lock, stillanleg Y-bönd
Unisex hjálmur

