Vislight GoreTex C-Knit™ skíðaskeljakkinn er tilvalinn yfirhöfn í ævintýri í fjöllum - allan ársins hring!
Jakkinn er hannaður með gönguskíði og fjallaskíðamennsku í huga og fókus var lagður á að gera jakkann léttann, öndunargóðan og verja fyrir veðrum og vindi.
Gaman er að minnast á það að Vislight jakkinn var hannaður í samvinnu við reynda fjallaleiðsögumenn.
Jakkinn er gerður úr þriggja laga Gore-Tex ePE C-KNIT™ efni, en hann andar vel þegar viðrar vel og er hlýr og endingargóður í fjöllunum á veturna.
Efnið í jakkanum pakkast vel saman svo að hann fer sérstaklega vel í farangur, en auðvelt er að pakka jakkanum inn í áfasta hettuna.
C-KNIT™ eiginleiki efnisins gerir það að verkum að jakkinn er mjúkur og um leið vatnsheldur.
Hettan á jakkanum er áföst og kemst yfir skíðahjálma, þar sem hægt er að stilla hana á tvenna vegu (hæð og breidd).
Í stroffi jakkans er dragband og á stroffi erma eru franskir rennilásar.
Renndir vasar eru á jakkanum utan- og innan verðum og auk þess er innan í jakkanum netavasi sem aðgengilegur er í gegnum rennd loftgöt undir höndum.
- Þyngd: 500g
- Efni: Skel
- Vatnsheldni: 28.000mm
- Öndun: RET <13m2
- RECCO® Rescue System reflector