VERIGA Ice Track
7.590kr
Vörunúmer: 2856
Frá snjókeðjuframleiðandanum Veriga kynnum við Ice Track, mannbrodda úr vönduðu stáli sem standast álagið.
Sterkir broddar, frostþolið gúmmí og ryðfrí keðja. Þessir broddar henta vel í blönduðu umhverfi: hálku, snjó og ís. Samskeyti á keðju soðin saman sem veitir aukin styrk og endingu.
Auðveldir í notkun, þægilegt að setja þá upp og þú finnur varla fyrir þeim undir skónum. Tilvaldir fyrir léttar göngur í grófu landslagi. Gúmmíumgjörðin er sértaklega sterk og frostþolin.
Flottur broddapoki fylgir frítt með sem hægt er að festa á belti eða bakpoka.
- Góðir utanslóðabroddar
- Geymslupoki með beltafestingu fylgir með
- Soðin samskeyti
- Ryðfrítt stál
- Frostþolið gúmmí
ATH keðju- eða ísbrodda skal ekki nota í krefjandi fjallgöngur, miklum bratta eða jöklaferðum.
Koma í stærðum S(33-36), M(37,40), L(41-44), XL(45-48)