Transporter™ Wheeled Carry On
Vörunúmer: 10006356 BlueF
Transporter™ Wheeled Carry On er 38 lítra farangurstaska á hjólum sem passar í handfarangur. Endingargóð farangurstaska sem stenst kröfur EU um handfarangur í flugvélum. Útdraganlegt T-laga handfang og léttur hjólabúnaður bjóða upp á þægilega notkun og auðvelda stýringu. Þá gefur U-laga opnunin góðan aðgang að aðalhólfinu svo auðvelt er að pakka í og úr. Bólstraður fartölvuvasi í sérhólfi aðskilur og ver tölvuna þína fyrir öðrum farangri. Taskan er gerð úr 100% endurunnu sterkbyggðu bluesign vottuðu nælon efni ásamt því að vera með ripstop efni hindrar að ef gat kemur á pokann að rifan verði lengri. Taskan er einnig gerð úr vatnsfráhrindandi NanoTough™ efni að utanverðu og með sterkbyggðari botni. Skipulagsvasar og aðhaldsborðar halda svo góðu skipulagi á fatnaði og öðrum farangri í aðalhólfi.
- 38L
- Hægt að taka með í handfarangur flestra flugfélaga samkvæmt EU reglum um hámarksstærð handfarangurs.
- Vatnsfráhrindandi NanoTough™ efni
- Vasi á utanverðri töskunni fyrir merkispjald.
- Innbyggð festing fyrir lykla.
- Vasi að aftan fyrir tímarit og smáa hluti.
- Fóðruð handföng sem fer lítið fyrir.
- Útdraganlegt T-laga handfang með góðu gripi.
- Auðveld aðkoma að vösum og hólfum.
- Tveir innri vasar úr netaefni.
- Léttur HighRoad 90mm hjólabúnaður.
- Rennilásar sem hægt er að setja lás á.
- Sér bólstrað fartölvuhólf.
- RFID vörn fyrir aukið öryggi.
- Rétthyrnd lögun svo það raðast betur í töskuna.
- Þyngd: 2,7 kg
- Stærð í cm: 55H X 35W X 23D
- Efni: bluesign vottað 630D NanoTough™ efni, 100% endurunnið nælon efni með ripstop áferð og carbonate húðun.
- Botninn er gerður úr bluesign vottað 840D NanoTough™ efni, 100% endurunnið nælon efni með ripstop áferð og carbonate húðun