Sopris 32 Fjallaskíðabakpoki
35.990kr
Vörunúmer: 10006910 TGreen
Sopris 32 fjallaskíðabakpokinn er sterkur, skipulagður og rúmgóður ferðafélagi í fjallaskíðaferðirnar.
Þessi bakpoki er í millistærð og heldur vel utan um allt sem þú þarft að taka með þér í ævintýrin. Í bakpokanum er aðgengi að aðalhólfi að ofan og að aftan, GPS/Talstöðvavasi að innan, skíðin er hægt að festa A-frame eða á ská á bakpokann og snjóbrettið er hægt að festa lárétt eða lóðrétt á bakpokann. Geymsla fyrir hjálm, renndur vasi á mittisbelti og lykkja á mittisbelti til þess að festa búnað. Vasi framan á bakpokanum fyrir snjóflóðaöryggisbúnað. Örugg geymsla fyrir ísklifurbúnað.
Stærð: 32L
Ummál: 52cm x 30cm x 30cm
Þyngd: 1,1kg


