MOD3 Matte
34.990kr
Vörunúmer: FOS901055 Navy
Það er mikilvægt að huga að öryggi í kringum vetraríþróttir - en það þýðir ekki að það sé ekki hægt að líta vel út á meðan!
MOD3 skíðahjálmurinn frá Oakley er klassískur í útliti, situr þægilega á höfðinu og er búinn allri nýjustu tækni í skíðahjálmum. Allt til að tryggja þitt öryggi í brekkunni.
Stillanlegt loftunarkerfi sem kórónað er með stórri loftinntaksgátt að framan þannig að hiti kemst auðveldlega út úr hjálminum. Þú getur brunað niður brekkurnar, skorið brautirnar eða beðið í stólalyftunni án þess að finna fyrir óþarflega miklum svita.
MOD3 hjálmarnir eru léttir og "low-profile" og eru með Mips® og BOA® 360 fit kerfum og Polartec® Power Grid™ fóðri að innan til þess að halda hita á höfðinu þegar hitastigið lækkar.
MOD3 skíðahjálmurinn er tilvalinn félagi í skíða- eða brettaferðina.
- Stærð: S,M, L
- Þyngd: S = 490g, M = 510g, L = 530g
- Stillanleg loftun
- Hægt að stilla með hökuól og BOA® 360 snúningssmellu
- Fóðrun: Polartec® Power Grid™
- Sterkbyggð ytri skel
- MIPS ® öryggiskerfi
- Vottun: ASTM F2040 og CE EN1077
