Luxtreme Nano
4.990kr
Vörunúmer: NEB-POC-0010-BLK
Margur er knár þótt hann sé smár! Þetta á svo sannarlega við um Luxtreme Nano vasaljósið frá Nebo. Lýsingin nær tæpa 300m og hentar því frábærlega fyrir útivistarfólk og ferðalanga sem vilja sjá vel frá sér í myrkri.
Í vasaljósinu eru fimm mismunandi ljósastillingar, þar á meðal er Turbo stilling sem hljóðar upp á 420 lúmen. Hægt er að skipta um stillingar á einfaldan hátt með "Smart Power Control" sem tryggir hámarksafköst og rafhlöðuendingu.
- Smíðað úr anóðíseruðu flugvélaáli
- Endurhlaðanlegt með USB-C
- Vatns- og höggþolið (IPX6)
- Kemur með lykkju fyrir lyklakippur eða lanyard til aukinna þæginda
