Lil Mini snjóbrettaskór barna
Vara væntanleg
Vörunúmer: 11L2020.1.1.
Lil Mini snjóbrettaskórnir frá K2 eru endingargóðir og hlýjir brettaskór fyrir yngstu brettakappana í brekkunum.
Lil Mini eru útbúnir með Youth BOA® Fit System sem gerir krökkunum kleift að stilla skóna algerlega eftir sinni hentisemi, á auðveldan hátt.
Fóðrið inni í skónum er hitamótanlegt og andar vel, en hægt er að móta það eftir lagi fótarins.
Inni í skónum eru svokallaðir J-bars sem halda vel utan um ökklana án þess að fórna hreyfigetu.
Einnig hafa K2 sett í skóna auka innlegg sem gerir þér kleift að bæta við eða draga frá skóstærð skóna svo að þeir passi alla vertíðina, þrátt fyrir mögulega vaxtarkippi barnanna.
*Skórnir passa best með K2 Lil Mini eða Lil Kat brettum og bindingum, en vitanlega er hægt að nota skóna með öðrum brettamerkjum líka.
- Litur: Svartir
- Stærðir: 28, 30, 33, 34
- Getustig: Byrjendur, miðlungs
- Kyn: Unisex
- Aldur: Börn, unglingar