Heat DT Mitten dömu
Vörunúmer: 550610029W
Heat DT Mitten lúffurnar undirbúa þig vel fyrir allan kulda utandyra. Við hönnun á þessum lúffum var rík áhersla lögð á að hámarka gæði hitunar eiginleikanna sem lúffurnar skarta. Bæði lófinn og fingurgómar eru hitaðir, sem getur skipt sköpum í köldum aðstæðum. Hlý Lavalan ull einangrar lúffurnar vel, sem viðheldur hitanum lengur en ella. Ytra efnið er blanda af softshell efni og leðri og vandað Micro Bemberg fóður er að innanverðu. Þolmikið geitarskinn styrkir lófann og fingurgóma. Innbyggður hiti hanskanna endist í allt að 8,3 klukkustundir sem þýðir að hver dagur á skíðum getur orðið lengri en annars, auk þess sem auðveldlega er hægt að ljúka skíðadeginum í skemmtilegri "aprés-ski" stemningu.
Hita eiginleikunum er auðvelt að stjórna en hægt er að velja á milli þriggja stillinga með því að þrýsta á takka, svo einfalt er það. Alþjóðleg USB hleðsla með innstungum sem hægt er að skipta út og hleðslutæki fylgir með, til þess að hlaða batterí.
- Einangrun: Lavalan ull
- Himna: DRY-TEC®
- Hitunar eiginleikar eru í lúffunum
- Einstaklega hlýjar lúffur
- Efni: Soft shell, geitarskinn
- Fóður: Micro Bemberg