0
Hlutir Magn Verð

"Hayatsuki GTX" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu
Hayatsuki GTX thumb Hayatsuki GTX
Hayatsuki GTX thumb Hayatsuki GTX
Hayatsuki GTX thumb Hayatsuki GTX
Hayatsuki GTX thumb Hayatsuki GTX
Hayatsuki GTX thumb Hayatsuki GTX

Hayatsuki GTX

59.990kr

Vörunúmer: 920063

 
AKU
stærð
- +

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Nýtt módel af fjallagönguskóm frá AKU, einum vinsælasta skóframleiðanda Ítalíu. Hayatsuki GTX skórnir eru hannaðir fyrir klassíska fjallamennsku á jöklum, ísklifur og meira krefjandi háfjallamennsku. Henta sérstaklega vel í kulda, með endingargóðum sóla og því tilvaldir fyrir þá sem verja miklum tíma á jöklum og í fjalllendi.

Á Hayatsuki GTX er hægt að nota smellubrodda. GORE-TEX® Duraterm filman er vatnsheld og einangrar einnig vel fyrir vindi. Táin á skónum og framhlið tungunnar eru einangraðar með Primaloft innleggi til að verja þig fyrir kulda frá snjó og ís sem að eiga þar hvað greiðastan aðgang. Einangrun í innleggi kemur í veg fyrir varmatap gegnum sóla. IMS3 sólinn er gerður úr pólýúretani (PU) í mismunandi þéttleikum sem veitir góða dempun í öllum tegundum af landslagi, en Exoskeleton byggingin veitir stöðugleika og vernd. Sveigjanlegt svæði er á efri hluta skósins sem að gerir göngu í þeim þægilegri og há gúmmívörn á hliðum eykur endingu.  Læsing á reimum fyrir neðan ökkla svo að þú getur stjórnað því hversu þétt skórnir sitja að rist og ökkla óháð hvort öðru. Þannig getur þú þrengt vel að ökklanum til að fá sem bestan stuðning án þess að þrengja um of að ristinni. Lítil legghlíf efst á skónum sem að hindrar að steinar og snjór berist ofan í skóinn á göngu.

  • Efri partur: 3,0 mm slitsterkt Perwanger leður + elastic textile + air8000
  • Vörn á efri part: Gúmmí allan hringinn
  • Lýsing á fóðri: GORE-TEX® Insulated Comfort + PRIMALOFT
  • Ytri sóli: VIBRAM® Curcuma
  • Miðsóli: PU (pólýúretan) í tvöföldum þéttleika
  • Innlegg: Custom Fit Pro Alum (einangrandi)
  • Stífleiki: 6-4 MM Nylon + Die Cut EVA (XX STIFF)
  • Þyngd: 900 gr.

Einstök þægindi og framúrskarandi gæði hafa skipað AKU meðal fremstu og virtustu skóframleiðanda í heimi.