Fairview 55
Vörunúmer: 10003687 ZirconRed
Nú í uppfærðu útliti og með stillanlegu baki! Fairview bakpokinn er dömuútgáfa af Farpoint pokanum vinsæla sem mun koma sér vel í hvaða ferðalagi sem er. Fairview 55 er í raun ferðataska og bakpoki sameinuð í frábæran ferðafélaga sem er að auki léttasta ferðataskan frá Osprey sem einnig er hægt að nota sem bakpoka. Góðar axlar- og mjaðmaólar auk sterkrar burðargrindar gera þér kleift að bera dótið þitt þægilega á milli staða. Bakpokinn er gerður með bluesign® vottuðu endurunnu efni. Aðalhólfið opnast alveg með rennilás líkt og á ferðatösku, skipulag verður því leikur einn. Að framanverðu er áfastur 15 lítra dagpoki sem hægt er að losa auðveldlega frá aðaltöskunni. Þegar ferðast er um flugvelli eða aðra fjölfarna staði er ekkert mál að smella dagpokanum í þar til gerðar smellur á axlarólunum til að hafa hann við höndina.
Fairview hefur tvímælalaust sannað gildi sitt meðal heimsreisufara.
- 55 lítra bakpoki, sérhannaður fyrir konur!
- Með þessum frábæra bakpoka fylgir 15 lítra dagpoki sem auðveldlega er hægt að taka af þeim stærri - þvílík þægindi
- Nú með stillanlegu baki
- Smellur fyrir dagpoka á axlarólum svo að hægt er að hengja hann framan á sig
- Fóðraðar axla- og mjaðmaólar með góðri öndun sem hægt er að loka af í renndu hólfi, allt eftir því hvort verið er að bera pokann á bakinu eða nota hann sem ferðatösku
- Vasar úr teygjuefni framan á poka
- Stillanleg brjóstól með neyðarflautu
- Renndur netavasi innan á framhlið
- Ólar í farangurshólfi til að halda búnaði á sínum stað
- Innbyggð festing fyrir lykla
- Léttur burðarrammi
- Fóðrað haldfang á hlið og ofan á pokanum sem að lítið fer fyrir
- Opnast mjög vel, framhliðin er rennd í U svo að auðvelt er að raða í pokann
- Læsanlegir rennilásar á aðalhólfi
- Fóðraðir vasar fyrir fartölvu og spjaldtölvu í dagpoka
- Hliðarvasar úr teygjuefni á dagpoka ásamt sér vasa fyrir sólgeraugu og smá raftæki til að koma í veg fyrir að þau rispist
- Festingar fyrir dýnu sem hægt er að taka af
- Hliðarólar til að þjappa dagpokanum vel að aðalpokanum
- Þyngd: 1,9 kg
- Stærð: 55cm x 35cm x 23cm