Edge 3L Skíðaskelbuxurnar eru "freeride" skíðabuxur í þægilegu sniði sem henta skíðafólki sem vill skíðafatnað sem heftir ekki hreyfigetu og vill geta skíðað áhyggjulaust í ólíkum aðstæðum.
Á buxunum er hár smekkur, víðar skálmar en buxurnar eru aðsniðnari í mittið, en þar eru einnig lykkjur fyrir belti og snjóbelti á skíðaúlpum.
Edge skíðabuxurnar eru búnar til úr sterku og endingargóðu þriggja laga HIPE® efni sem andar vel og verndar þig gegn vatni, veðri og vindum.
Á skálmunum innanverðum er rennilás sem þú getur rennt niður ef þig vantar enn meiri loftun.
Auk þess eru snjóhlífar á skálmum og aukin styrking á efni neðst á skálmum.
Klassískar og þægilegar skíðabuxur sem henta frábærlega í brekkurnar og fjallaskíðamennsku.
- Þyngd: 710g
- Vatnsheldni: 20.000mm
- Öndun: 20.000 g/m2/24h
- Renndir vasar á hliðum
- Stillanleg axlabönd
- RECCO® Rescue System reflector
- Þvottaleiðbeiningar: Má þvo á 40° - þvoið buxurnar á röngunni og þær mega fara í þurrkara á lágum hita.