Ultra 7R LW
Vörunúmer: 764044545436
Ultra tjalddýnurnar frá Exped eru þægilegar og sérstaklega léttar sem skiptir máli í ferðum þar sem þyngd og stærð farangurs er forgangsatriði. Þessi dýna er fyrir allra köldustu aðstæður þar sem dýnan þolir kulda allt að -30°C. Framleidd og hönnuð úr nýju 20D endurunnu ripstop efni sem er mjög endingargott. Ultra 7R er, eins og R gildið gefur til kynna, tilvalin fyrir ferðalög yfir vetratímann eða við kaldar aðstæður. Hlý 9 cm þykk dýna með 700 dúnfyllingu. Einföld pokapumpa fylgir með og kemur sér vel þegar farangur þarf að vera fyrirferðalítill
Dýnan er með stærri lofthólf ytra megin heldur en við miðju. Það þýðir að erfiðara er að velta sér af dýnunni um miðja nótt. Dýnan kemur með tveimur lokum. Sitthvort opið er notað til að blása í dýnuna og til þess að tæma hana.
- Hitastig: -30°C
- R-gildi: 7.1
- Þykkt: 9 cm
- Lengd: 197 cm
- Axlarbreidd: 65 cm
- Fótabreidd: 65 cm
- Þyngd: 855 gr
- Pökkuð hæð: 27 x 15 cm
- Rétthyrningslaga dýna
- Fyrir einn
- Inniheldur: Dýnu, geymslupoka, viðgerðarsett, leiðbeiningar, viðgerðar leiðbeiningar og pumpupoka
- Tímabil: Vetrardýna
Efni
20 D endurunnið ripstop pólýester, Oeko-Tex® 100 vottun. Laust við DWR efni.
Einangrun
700 fill power dúnn, IDFL vottun, RDS vottun (Responsible Down Standard).