Transporter™ mittistaska
Vara væntanleg
Vörunúmer: 10006532 PLeaf
Þægileg mittistaska úr Transporter línunni vinsælu, gerð úr bluesign® vottuðu endurunnu NanoTough™ efni . Hvort sem þú ert í stuttri bæjarferð eða á lengra ferðalagi erlendis þá mun Transporter mittistaskan koma sér vel. Taskan er vatnsfráhrindandi heldur nauðsynjunum á þurrum og öruggum stað ásamt því að vera með ripstop efni hindrar að ef gat kemur á pokann að rifan verði lengri. Taskan opnast að framanverðu með rennilás og að innanverðu eru vasar fyrir gott skipulag. Rennilásinn er varinn með efni sem nær niður fyrir rennilásinn. Hægt er að nota mittistöskuna um mittið en einnig er þægilegt að smella henni yfir öxlina.
- Þyngd: 246gr
- Stærð: 17cm(H) x 28cm(B) x 9cm(D)
- Efni: Bluesign®vottað og 100% endurunnið 630D pólýester efni sem er TPU húðað með vatnsfráhrindandi áferð (DWR).
- Auðvelt aðgengi í aðalhólf
- Renndur vasi að framan
- Vatnsfráhrindandi NanoTough™ efni
- Sniðug innbyggð festing fyrir lykla