Tracker S
49.990kr
Vörunúmer: 23H2000.1.1.
Tracker S snjóflóðaýlirinn er einfaldur, hraður og traustur. Hann er með sömu eiginleika og Tracker 3 ýlirinn nema hann skiptir ekki sjálfkrafa yfir á sendingarham ef þú ert hreyfingarlaus og ekki er hægt að uppfæra hugbúnaðinn í honum. Tveir möguleikar eru á ýlinum þegar leitað er að fleiri en einum aðila í snjóflóði. Þagga niður í merki (signal suppression, SS) þegar búið er að staðsetja fyrsta einstaklinginn og leita þá að þeim næsta. Hinn möguleikinn er að sjá stóru myndina (Big picture, BP), þá sýnir ýlirinn stefnu og fjarlægð merkjanna.
- Fyrir fólk á snjóbrettum, fjallaskíðum, snjósleðum eða svigskíðum
- Beisli fylgir með
- Þrjú loftnet
- Stafrænn
- Hraðvirkur sem þýðir hann leiðréttir stefnu og fjarlægð í rauntíma.
- Leitarsvið: 50 metrar
- Hámarks leitarsvið: 55 metrar
- Tíðni: 457 kHz
- Rafhlöður (3 x AAA)
- Rafhlöðuending: Lágmark 1 klst. í leitarham eftir 200 klst. í sendingarham (250 klst. einungis í sendingarham eða 50 klst. einungis í leitarham)
- Stærð: 11.5 x 7.1 x 2.6 cm.
- Þyngd: 205 gr. (með rafhlöðum)
- Þyngd á beisli: 120 grömm