Superalp NBK GTX
46.990kr
Vörunúmer: 592050
AKU SUPERALP NBK veita framúrskarandi þægindi, teknískur skór sem heldur gömlum viðmiðum og gildum sem alhliða gönguskór. Þetta módel er sérstaklega hannað fyrir sanna göngugarpa, sem kjósa langar vegalengdir og helst með miklar byrðar á herðum sér. Tvískiptur þéttleiki í PU innlegginu er hluti af IMS þrír-Exo sólanum sem eru með extra góða púða, veitir góða dempun og höggdeyfingu á grófu undirlagi. Hér er sérstaklega lögð áhersla á þægindi, vatnsvörn og styrk án þess að það bitni á þyngd.
Algerlega hannaðir eftir þörfum göngufólks:
- Fisléttir, sem er draumur hvers göngugarps.
- Steinvörn (gúmmíkantur) hærra með síðum svo leðrið skemmist síður sem er mikill kostur þegar gengir er í hrauni.
- Skórnir eru búnir rúllum sem auðveldar að þrengja reimar sérstaklega yfir ristina, næst læsast reimarnar í krækjur og haldast þá skórnir vel að ökklanum og veita fullkomin stuðning
- Sveigjanlegt svæði er á efri hlutanum sem auðveldar og gerir gönguna þægilegri.
- Gore-Tex filma er í skónum og því fullkomlega vatnsheldir.
Að stíga í þessa skó er eins og að stíga í sófasett. Sjón er sögu ríkari og sannfæring fæðist við mátun.
- Efri partur: Nubuck 2.6 mm
- Koma í heilum og hálfum númerum
- Efri partur vörn: Gúmmívörn
- Lýsing á fóðri: Gore Tex® Performance Comfort
- Ytri sóli: VIBRAM® Fourá
- Miðsóli: Double density PU
- Stífleiki: 6-4mm nylon. 10% carbon fiber, die cut EVA(STIFF)
- Innlegg: Custum FIT IMS 162
- Þyngd: 810
- Einstök þægindi og framúrskarandi gæði hafa skipað AKU meðal fremstu og virtustu skóframleiðanda í heimi.