Stash eldunarsett
Vörunúmer: STASH-EU
Einfalt, þægilegt og fljótlegt í notkun eldunarsett frá Jetboil. Hvað er betra eftir langa og erfiða fjallgöngu en að setjast niður og njóta útsýnisins í fallegu umhverfi með heitan mat við hönd? Stash eldunarsettið er allra léttasti eldunarbúnaðurinn sem völ er á frá Jetboil. Tilvalið í notkun allan ársins hring, Stash eldurnarsettið er 40% léttara heldur en annar 0.8L búnaður en settið er 201.3 grömm. Þú ert enga stund að elda með Stash, þar sem hitunartíminn er 2,5 mínúta miðað við 0,5L af vatni. Settið pakkast allt saman í meðfylgjandi potti svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af plássleysi í bakpokanum.
Inniheldur: 0.8 lítra FluxRing pott með handfangi, pottlok m götum (sigti), grind fyrir gaskút og títaníum brennara með þremur samanbrjótanlegum örmum.
- Pakkast vel, tekur minna pláss
- 0.8L FluxRing ferðapottur með einangrun
- Hitunartími: 2,5 mínúta miðað við 0,5L af vatni
- Hægt að nota við -6°C
- Litabreytingar sýna þegar vatnið er komið að suðu
- Einfalt í notkun
- Lok má nota sem sigti
- Þægilegt samanbrjótanlegt handfang
- Hægt er að geyma 100gr gaskút ofan í pottinum
- ATH seldur sér
- Góð hitadreifing
- Grind fyrir gaskút fylgir með
- Brennari úr títaníum með þremur örmum fylgir
- Fyrir 1-2 manns
- Hægt að nota allan ársins hring
- Brennari: 4500 BTU/h/ 1.32kW
- Stærð: 11.2cm x 13cm
- Þyngd: 201.3gr
- ATH – gaskútur fylgir ekki með.