Skíðapakki fyrir byrjendur - herra
131.970kr
105.576kr

Svigskíðapakki fyrir herra. Pakkinn inniheldur Blur 76 svigskíði með bindingum, BFC 80 svigskíðaskó og Power Alu skíðastafi.
Blur 76 herraskíðin frá K2 eru hönnuð fyrir hraða og stöðugleika í skíðabrekkunum. Blur 76 skíðin eru góð í svigið og standa sig vel í öllum færum. Blur 76 eru tilvalin skíði fyrir byrjendur og þá sem vilja ná tökum á skíðaíþróttinnu.
M3 10 Compact Quikclik bindingar fylgja með skíðunum.
BFC 80 svigskíðaskórnir eru hannaðir fyrir þá sem eru annað hvort að stíga sín fyrstu skref í skíðasportinu, eða eru einfaldlega að leita að þægilegum og aðgengilegum skíðaskóm.
Skórnir eru með "cushfit" fóðrun sem gerir þá mjúka og þægilega. Auðvelt er að fara í og úr skíðaskónum.
Breidd: 103 mm
Þyngd: 1804g í stærð 26.5 (41.5)
Efni: Cushfit
Stífleiki: 80
Gripwalk sóli
Liner: Cushfit Comfort
Power Alu skíðastafirnir frá K2 eru einfaldir og þægilegir skíðastafir, sem henta sérstaklega vel fyrir byrjendur. Handfang stafanna er með þægilegum svampi, skaftið er úr áli.
