Skíðapakki fyrir börn - fyrir þau yngstu
54.970kr
43.976kr

Skíðapakki fyrir þau yngstu! Frábær pakki fyrir börn sem eru að ná tökum á skíðamennskunni, hvort sem þetta eru allra fyrstu skíðin eða ný skíði fyrir börn sem hafa smá reynslu á bakinu nú þegar.
Í pakkanum eru Indy 4.5 barnasvigskíði með bindingum, Indy 1 skíðaskór og Sprout stillanlegir barnaskíðastafir.
Indy 4.5 barnasvigskíðin eru tilvalin skíði fyrir unga skíðakappa sem eru að ná tökum á tækninni og vilja hafa gaman um leið. Skíðin eru með þægilegu flexi og auðvelda beygjur og svig. Skíðin eru hönnuð með það í huga að byggja upp sjálfstraust og hjálpa nýjum skíðurum að verða öruggari með sig í snjónum.
Indy 1 skíðaskórnir eru þægilegir og meðfærilegir skíðaskór með einni smellu. Auðvelt er að fara í þá og úr. Þeir eru fóðraðir með Cushfit Jr. og eru léttir og stílhreinir með mynstri í stíl við Indy skíðin og stafina.
Indy 1 skíðaskórnir eru til í stærðum 14.5 (24.5), 17.5 (29) og 18.5 (30.5)
Sprout skíðastafirnir frá K2 eru stillanlegir stafir sem vaxa með barninu. Þeir eru stækkanlegir frá 75cm upp í 105cm hæð og eru með þægilegu handfangi og stillanlegum ströppum til að festa stafina utan um úlnliði. Skaftið er úr áli og handfangið er úr endingargóðu gúmmíi.
