Redline 3.0 Intelligrip
Vörunúmer: N2007
ATH: Vinsamlegast hafið samband við verslun áður en pantað er, fyrir nánari upplýsingar og ráðgjöf á réttum skíðum.
Ný lína frá Madshus! Redline 3.0 IntelliGrip® gönguskíðin eru gerð fyrir alvöru hraða! Redline 3.0 IntelliGrip® skinnskíðin eru byggð upp á svipaðan hátt og Classic Warm týpan frá Madshus. Auka styrking með kolefnisþráðum utan um kjarnann skilar sér í sterkbyggðari, kröftugri og sveigjanlegri skíðum en ella, sem er fullkomið fyrir nútíma skinnskíði. Þessi skíði eru einu skíðin sem koma með 100% Móhár skinn. Það þýðir að þú þarft ekki að eyða miklum tíma í að bera á þau klístur eða vax og getur því frekar notað dýrmætan tímann þinn í skíðamennskuna. Skíðin eru létt og meðfærileg og eru aðeins 925 gr að þyngd parið (miðað við 190cm). Fyrir skíðafólk með góða tækni, sem er að leitast eftir hraða þá eru engin gönguskíði betri heldur en Redline 3.0 IntelliGrip®.