Phario 360°
21.990kr
Vörunúmer: C2321BX00

Fyrirferðarlítil höggdeyfandi fallvarnarlína sem gerir þér kleift að einbeita þér að klifrinu. Teygjanlegir armar línunnar eru 15mm breiðir og mislangir, en það er til þess að koma í veg fyrir að höfuð eða útlimir festist í línunni ef til slyss kemur.
Það er auðvitað best að sleppa því að detta í klifri, en ef það gerist, þá er "fall indicator" miði innan í hlustrinu sem sýnir þér ef höggdeyfirinn hefur verið notaður og þarf að skipta honum út.
Phario 360° hentar fyrir klifurfólk frá 40kg (án búnaðar) og upp í 120kg (með búnaði)
Þyngd: 460g (með karabínum og krók)
Efni: Ál (58%), HMPE (16%), PES (22%), TPU (3%), Ryðfrítt stál (1%)
