Panorama M62
62.990kr
Vörunúmer: N21871
ATH: Vinsamlegast hafið samband við verslun áður en pantað er, fyrir nánari upplýsingar og ráðgjöf á réttum skíðum.
Madshus Panorama M62 utanbrautarskíðin eru með stálköntum sem ná alla leið meðfram skíðunum og tryggja hámarks stjórn á aðstæðum óháð veðurskilyrðum. Skíðin eru breiðari heldur en Panorama M55 og eru með rifflum fyrir grip. Hægt er að kaupa skinn til að festa á skíðin þegar þess þarf. Með þessi skíði í för, getur þú auðveldlega treyst því að þú sért með réttu utanbrautarskíðin fyrir ævintýrin sem þú heldur út í.