MADSHUS Nordic Pro
Vörunúmer: 4013182 207

ATH: Vinsamlegast hafið samband við verslun áður en pantað er, fyrir nánari upplýsingar og ráðgjöf á réttum skíðum.
Nordic Pro gönguskíðin frá MADSHUS eru breiðari heldur en Active Pro og Endurance ásamt því að vera með hliðarskurði sem hentar vel til að hámarka stöðugleika. Nordic Pro eru hugsuð fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í gönguskíðum en eiga samt inni mikla möguleika þegar reynslan verður meiri. Intelligrip skinnið er gert úr 70% móhárum og 30% nylon sem hentar vel í nánast öllum aðstæðum. Þetta þýðir að þú þarft ekki að eyða miklum tíma í að bera á þau klístur eða vax og getur því frekar notað dýrmætan tímann þinn í skíðamennskuna.
Þegar stærð skíða er valin er gott að taka mið af bæði hæð og þyngd einstaklingsins.
