Instrument herra snjóbretti
Vörunúmer: 11K0002.1.1
Nú í uppfærðu útliti! K2 Instrument er stíft snjóbretti svo það hentar vel vönum snjóbrettaköppum fyrir púðrið en hörku bretti í troðinni braut. Þetta tiltekna bretti hefur verið prófað í þaula hérna á Íslandi og skorar hátt sem “All Montain Bretti“. K2 Instrument lætur einkar vel að stjórn á meiri hraða, sker vel en á móti fyrirgefanlegt sem gefur manni mikið traust. Þar sem þetta bretti er stífara 7/10, hentar það fyrir meiri hraða, snarpari beyjur og stökk. Hefðbundin sveigja er við undirfótinn (e.camber) sem byrjar fyrir framan fremri bindinguna. Örlítil hækkun (e. Directional Camber) á framenda brettisins ásamt hækkun sem byrjar rétt fyrir framan fremri fót, gefur meiri stjórn og nákvæmara viðbragð. Brettið er styttra og breiðara en hefðbundnu snjóbrettin. Það þýðir að það er betri svörun við hreyfingum notandans og auðveldara að skera í brekkunni. Skemmtilegt snjóbretti fyrir kröfuharða einstaklinga sem vilja bruna niður með góða stjórn.
Best fyrir:
Bretti sem innihalda Directional Camper Profile eru með örlitla hækkun að aftan ásamt hækkun á framendanum sem byrjar við fremri fót. Þetta gefur notandanum meiri nákvæmni og stjórn í hvaða landslagi sem er ásamt góðu floti, jafnvel í dýpra púðri.
- Stíft bretti fyrir vana snjóbrettakappa
- Stífleiki: 7/10
- Ríkjandi í aðra áttina
- Grunnur: 4000 Sintered
- Kjarni: S1 kjarni - S1 kjarni er samblanda af bambus, ösp og Paulownia timbri. Sveigjanlegur en sterkbyggður.
- Mál: 30.9 - 26 - 29.9mm @ 157cm