Ibex Pro göngubuxur
32.990kr
Vörunúmer: 005763 01004 Short
Margreyndu Soft Shell göngubuxurnar frá Mountain Equipment sem eru vindheldnar og fljótþornandi. Frábær flík sem hægt er að nota sem ytra lag hvort sem það er í fjallgönguna, klifrið eða í útleguna. Exolite 250 teygjanlegt tvöfalt efni gefur meiri teygjanleika og þægindi, sérstaklega í klifur og veita þér góða einangrun. Buxurnar eru með innbyggt belti sem hægt er að stilla og flísefni við mittið fyrir aukin þægindi.
- Kemur í tveimur lengdum - SHORT (S) og REGULAR (R)
- EXOlite 250 teygjanlegt tvöfalt efni
- Vindheldnar
- Fljótþornandi
- Tveggja átta YKK® rennilás
- Rennilásar á hliðum fyrir meiri öndun
- Tveir hliðarvasar
- Tveir renndir vasar á framanverðu læri
- Tveir renndir vasar að aftan
- Hægt að þrengja skálmarnar við stroff
- Innbyggt belti með tvöfaldri smellu
- Mótuð hné fyrir aukin hreyfanleika
- Teygjanlegt efni
- Mjög góð öndun
- Þyngd: 530gr
- Efni: 92% Polyamide, 8% teygja (e. elastane)