Ibex göngubuxur 2020
25.990kr
Vörunúmer: 000850

Hinar sívinsælu Ibex göngubuxur frá Mountain Equipment!
Ibex göngubuxurnar eru teygjanlegar, léttar og þægilegar sem gera þær tilvaldar fyrir alhliða útivist jafnvel í aðeins svalari aðstæðum. Frábær flík sem hægt er að nota sem ytra lag hvort sem það er í fjallgönguna, klifrið eða í útleguna.
Exolite 210 teygjanlegt tvöfalt efni gefur meiri teygjanleika og þægindi, sérstaklega í klifur og veita þér góða einangrun. Buxurnar eru með innbyggt belti sem hægt er að stilla og flísefni við mittið fyrir aukin þægindi. Skálmarnar eru renndar upp að hnjám svo auðvelt er að smeygja sér í buxurnar þrátt fyrir að vera komin í gönguskónna.
Kemur í þremur lengdum - SHORT (S), REGULAR (R) og LONG (L)
EXOlite 210 teygjanlegt tvöfalt efni
Aðsniðnar skálmar sem hægt er að renna frá við skósvæði
Tveir renndir hliðarvasar
Tveir renndir vasar á framanverðu læri
Hægt að þrengja skálmarnar við stroff
Innbyggt belti með tvöfaldri smellu
Mótuð hné fyrir aukin hreyfanleika
Teygjanlegt efni
Mjög góð öndun
Þyngd: 450gr
Efni: 92% Polyamide, 8% teygja (e. elastane)
