Halulite Dualist HS
Vörunúmer: 50259

Vandað og glæsilegt pottasett fyrir tvö sem er tilvalið í útileguna eða í ferðalagið. Hér er sérstaklega hugað að því að hlutirnir taki sem minnst pláss en settið er létt í burði og með góðri hitaleiðni, það er suðutíminn er 30% styttri en venjulega. Góður og vandaður poki fylgir með settinu sem má nota til að sækja vatn eða sem þvottabala. Hægt er að leggja handfangið niður á pottinum svo minna fari fyrir því en léttar skálar og bollar með hlífum fylgja settinu. Tvær sterkar skeiðar/gafflar fylgja með settinu. Settið er laust við BPA efni.
Inniheldur: 1,8 lítra pott með handfangi, pottlok m götum (sigti), 2 x 592 ml skálar, 2 x 592 ml bollar, 2 x skeiðar/gafflar, poki utan um settið sem hægt er að fylla af vatni og þvo upp úr.
- Tveggja manna sett
- 1x 1,8 lítra pottur
- 2x skeiðar/gafflar
- 2x skálar
- 2x glös
- 2x "sip-it" lok (svo ekki svettist út fyrir)
- Geymslupoki sem hægt er að nota sem þvottabala
- Stærð: 158mm x 147mm x 149mm
- Þyngd: 595g