GSI Halulite Minimalist II
7.990kr
Vörunúmer: 50239
Hvað er betra eftir langa og erfiða fjallgöngu, að setjast niður og njóta útsýnisins í fallegu umhverfi með kaffibolla og heitan mat við hönd? Nú með Halulite Minimalist ferðasetti fyrir einn er það minnsta mál. Í settinu fylgir 0,6L pottur, samanbrjótanlegur skaffall, lok til áfestingar og pottagrip úr sílikoni sem festist við pottinn með segul. Allt sem þú þarft til að sjóða vatn fyrir hafragrautinn, súpuna eða þurrmatinn. Einungis 177gr á þyngd og pakkast allt saman í lítið sett svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af plássleysi í bakpokanum.
- Potturinn er gerður úr hertu áli sem er hitnar hratt og er þolmikið
- Ermi fylgir með sem heldur góðri einangrun
- Hægt að breyta lokinu til að nota sem drykkjarlok
- Pottagrip úr sílikoni fylgir með
- Mælieiningar grafið innan í fyrir aukin þægindi
- Allt settið er pakkanlegt saman
- Gas og brennari fylgir ekki með
- Fyrir einn
- Án BPA
- Stærð: 107mm x 107mm x 117mm