Nýtt frá BLIZ!
Bliz G001 Matte Black - Nordic Lights
G001 Skíðagleraugun eru stílhrein og góð gleraugu fyrir skíða- og brettafólk sem vill hafa óaðfinnanlega yfirsýn yfir brautina á leiðinni niður.
Tvöföld linsa sem veitir góða vörn og er með gott sjónsvið og afbragðs skyggni. Í gleraugunum er sérstök móðuvörn og 100% UV vörn, sem saman veita þér góða sýn yfir aðstæður í öllum skilyrðum.
Umgjörðin er með loftgötum svo að það loftar vel um gleraugun þegar þau eru í notkun og bandið aftan á gleraugunum er stillanlegt á auðveldan hátt.
Hægt er að skipta linsunni út.
Linsan er búin til úr óbrjótanlegu polycarbonate, sem er 10x höggþolnara en plast- eða glerlinsur og veita enn meiri vörn.
Gleraugun eru hönnuð í Svíþjóð og þessi stílhreina og nútímalega hönnun hentar öllum.
Eitt það besta við Bliz G001 skíðagleraugun er að þau passa líka yfir sjóngleraugu, sem býður upp á ótrúleg þægindi og nákvæmni fyrir alla.
- Þyngd: 168g
- Linsutegund: Classic
- Lighting: 13%
- Litur í gegnum linsuna: Grár
- Mælingar: Lengd linsu: 170mm, hæð linsu: 99mm