Courier snjóbretti 25/26
Vara væntanleg
Vörunúmer: 11L0040.1.1.

Courier karla snjóbrettið er tilvalið bretti fyrir byrjendur í snjóbrettasportinu!
Það er hannað fyrir nýliða í brekkunum sem vilja ná tökum á brettaiðkuninni fljótt og komast úr barnabrekkunni í stólalyftuna og stökkpallana sem fyrst.
Brettið er með "Rocker Profile", sem þýðir að það er flatt á milli brettabindinganna og með "rocker" fyrir utan þær, og Courier brettið leyfir þér þannig að beygja auðveldlega og mjúklega.
Þessi eiginleiki þýðir færri föll, meiri tími í brekkunni og þú nærð árangri hraðar.
Kjarni brettisins er úr umhverfisvænni Ösp, sem gefur brettinu sveigjanleika sem þannig gerir þetta gott bretti til þess að æfa stökkin og jafnvel ná þínu fyrsta "Olli".
Ef þú ert að leita að góðu snjóbretti sem hentar fyrir algera byrjendur - þá er Courier snjóbrettið tilvalið fyrir þig.
- Stærðir: 147, 152, 155, 156W, 158, 159W, 163W
- Tegund: All Mountain bretti
- Kjarni: Ösp
- Profile: Catch Free Tune
- Shape Notes: Hefðbundið
- Shape: Twin
- Breidd: Standard, Wide
