Cinch TC
Vörunúmer: 11E1014.1.1 Blk

Já takk!
Ekki eyða tíma á rassgatinu í hvert skipti sem þú ferð úr stólalyftunni við að trekkja bindingu á meðan allir eru að bíða eftir þér. Þetta er einfalt: smella komin úr, smella komin í. Já þetta er svona einfalt! Sá sem skrifar þetta er búinn að eiga og testa þessa bindingu í tvo vetur hérna á Íslandi og erlendis. Þessi binding er algjör snilld enda fer enginn tími í að gera sig kláran eftir að komið er úr stólnum. Þú einfaldlega rennir þér úr stólnum, smellir fætinum í bindinguna og smellir upp að aftan. Bingó,,, klárt!
Tripod™ grindin styðst við flexpúða sem hægt er að skipta út en þeir hjálpa við að fínstilla flexið á bindingunni á móti snjóbrettinu. Þú verður einn með brettinu á þessari hörku bindingu. Grindin heldur þér í 3º til að halda þér í réttri stöðu og gefur þér einnig betra jafnvægi á meðan þú tætir brekkurnar.
Léttur AT Nylon hællinn færist niður á meðan þú smellir fætinum inn í bindinguna og Cinch™ tæknin festir fótinn í stað. Bender™ 3D ökklastrappinn og PerfectFit™ táfestingin tryggja örugga, þétta og þægilega festingu fyrir hvaða aðstæður sem er.
K2 Cinch er All-Mountain binding og trónir á toppnum yfir hefðbundnar bindingar. Hraði er orðið, allt frá því að þú ferð úr stólnum og aggressíft niður brekkuna. Þú ferð aldrei til baka. Mér dettur í hug Pringles... einu sinni smakkað, getur ekki hætt!
- Litur: Svört
- Flokkur: All Mountain
- Nákvæmni: 3
- Efni: Nylon eða PC
- Innlegg: 3° Canting, CINCH™ TRIPOD™ CHASSIS
- Hægt að stilla án þess að nota verkfæri
- Hallastilling
- Ökklafesting (strap): BENDER™ ANKLE STRAP, AT NYLON HIGHBACK
- Táfesting (strap): Perfect Fit™
- Stífleiki: 6/10