Tracker 4 snjóflóðaýlir
Vörunúmer: 23E2010
Uppfærðu snjóflóðabúnaðinn þinn með BCA Tracker4™ snjóflóðaýlinum. Allt sem þú veist og elskar við Tracker 3 en með stærri LED skjá og gúmmíhúðuðu yfirmótuðu hulstri fyrir betra grip og endingu. Einfaldur í notkun og áreiðanlegur þegar þú þarft mest á honum að halda.
Tveir möguleikar eru á ýlinum þegar leitað er að fleiri en einum aðila í snjóflóði. Þagga niður í merki (signal suppression, SS) þegar búið er að staðsetja fyrsta einstaklinginn og leita þá að þeim næsta. Hinn möguleikinn er að sjá stóru myndina (Big picture, BP), þá sýnir ýlirinn stefnu og fjarlægð allra merkjanna.
Ef annað snjóflóð kemur fer ýlirinn sjálfkrafa á "sendingu" ef engin hreyfing er á þér.
Þessi ýlir er þriggja loftneta, stafrænn og mjög hraðvirkur sem þýðir að hann leiðréttir stefnu og fjarlægð í rauntíma.
- Leitarsvið: 50 metrar
- Tíðni: 457 kHz
- Rafhlöður (3 x AAA)
- Rafhlöðuending: Lágmark 1 klst. í leitarham eftir 200 klst. í sendingarham (250 klst. einungis í sendingarham eða 50 klst. einungis í leitarham)
- Stærð: 12 x 7.5 x 2.6 cm.
- Þyngd: 215 gr. (með rafhlöðum)
- Þyngd á beisli: 120 grömm
- Þyngd: 176gr án beislis