0
Hlutir Magn Verð

"T4 björgunarsett" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu
T4 björgunarsett thumb T4 björgunarsett

T4 björgunarsett

74.990kr
52.493kr

Vörunúmer: 23G0110.2.1.1SIZ

 
BCA
Uppselt

Fáðu tölvupóst þegar varan er komin aftur á lager

Hin heilaga þrenna. Nauðsynlegur pakki fyrir alla, hvort sem þeir eru að stíga sín fyrstu skref í útivist í krefjandi aðstæðum og vilja réttan búnað með sér eða fyrir þá sem vilja uppfæra búnaðinn sinn. Lítið mál að pakka saman, er létt í burði og fer því vel í farangrinum og á frábæru verði. Ekki láta þennan frábæra pakka framhjá þér fara.

Innifalið í pakkanum er BCA Stealth 270 snjóflóðastöng, BCA Dozer 1 skófla og BCA Tracker 4 snjóflóðaýlir.

BCA Tracker 4

Uppfærðu snjóflóðabúnaðinn þinn með BCA Tracker4™ snjóflóðaýlinum. Allt sem þú veist og elskar við Tracker 3 en með stærri LED skjá og gúmmíhúðuðu yfirmótuðu hulstri fyrir betra grip og endingu. Einfaldur í notkun og áreiðanlegur þegar þú þarft mest á honum að halda. 

Tveir möguleikar eru á ýlinum þegar leitað er að fleiri en einum aðila í snjóflóði. Þagga niður í merki (signal suppression, SS) þegar búið er að staðsetja fyrsta einstaklinginn og leita þá að þeim næsta. Hinn möguleikinn er að sjá stóru myndina (Big picture, BP), þá sýnir ýlirinn stefnu og fjarlægð allra merkjanna. 
Ef annað snjóflóð kemur fer ýlirinn sjálfkrafa á "sendingu" ef engin hreyfing er á þér.

Þessi ýlir er þriggja loftneta, stafrænn og mjög hraðvirkur sem þýðir að hann leiðréttir stefnu og fjarlægð í rauntíma.

Stealth 270

Stealth 270 snjóflóðastöngin er fyrir almennt ferðafólk og er mest selda snjóflóðastöngin frá BCA. Stealth snjóflóðastangirnar eru með einföldustu og fljótvirkustu samsetningunni sem völ er á, bara eitt handtak.  "Quick-Lock" kerfið sparar pláss og er fljótvirkasta kerfið á markaðnum. 

Stealth snjóflóðastangirnar eru byggðar til að endast og spara dýrmætar sekúndur í björgun á einstaklingi sem lent hefur í snjóflóði.

BCA Dozer 1 skófla

Dozer 1T er með stækkanlegu skafti og sterku blaði sem er þægilegt að stíga á. Vönduð skófla fyrir skíða- og snjóbrettafólk sem vill áreiðanlega snjóflóðaskóflu sem er létt, meðfærileg en jafnframt auðveld í notkun.1/3 hluti skóflublaðsins er slétt, sem auðveldar til muna að gera veggi í snjóinn.