BCA Snow Study pakki
Vörunúmer: 23E0012
Vertu við öllu búinn í vetrarsportinu! BCA Snow Study pakkinn er létt og meðfærilegt sett sem inniheldur allt það helsta sem þú þarft til að meta aðstæðurnar í fjallinu.
Pakkinn inniheldur:
- Hallamæli
- Mælir hallann á brekkunni og er með innbyggðan áttavita
- Polycarbonate Crystal Card
- Til að sjá og mæla snjókristalana í snjónum. Tilvalið fyrir sólríkara loftslag. BCA polycarbonate crystal kortið hitnar ekki eins fljótt og álkristalkortið undir sólinni, sem gerir þér kleift að rannsaka snjókristalla lengur og með meiri nákvæmni.
- Hitamæli sem hægt er að hengja upp.
- ECT Cord
- 2m lína til að skera í gegnum bæði harðan og mjúkan snjó til að fá betri mælingar.
- 15x Magnifying Loupe - stækkunargler m/15 faldri stækkun með vindvörn
Í flestum snjóflóðanámskeiðum er krafist þess að nemendur komi með sinn eigin búnað til að geta metið aðstæðurnar. BCA Snow Study pakkinn gefur þér kost á að skilja betur breytilegt ástand snjósins sem auðveldar þér að vera undirbúinn fyrir snjóflóð og til að lágmarka líkur á slysum. Því ítarlegri gögn sem þú safnar, því áreiðanlegri verður ákvarðanataka þín. Pakkinn var hannaður í samstarfi við snjófljóðasérfræðinga í Norður-Ameríku en pakkinn inniheldur þau tæki sem þarf til að prófa, fylgjast með og síðan meta aðstæðurnar út frá þeim upplýsingum.