Float 12L
Vörunúmer: 23E0000.1.1 Blk
BCA Float 12 snjóflóðabakpokinn er hannaður fyrir þá sem stunda fjallaskíði eða eru á vélsleðum. Hann býr til flot sem hjálpar til við að fleyta þér upp á yfirborðið í snjóflóði. 150 lítra blaðran minnkar ekki einungis dýptina á þér í flóðinu heldur ver hún einnig höfuðið og hálsinn gegn áverkum í flóðinu. Snjóflóðabakpokinn auðveldar þér að bera björgunarbúnaðinn, nesti, vatn og aukaföt. Allir BCA Float pokarnir eru með vatnshólfi, mótuðu baki fyrir aukin þægindi og renndum vösum á axlarólum (annar fyrir talstöðina og hinn fyrir afhleypingargikkinn)
Áfyllingarstaðir BCA í heiminum eru um 200 talsins sem gerir kerfið auðveldasta áfyllingarkerfið á markaðnum. Nauðsynlegt er að kaupa Float 2.0 flöskuna aukalega en hún fylgir ekki með pokanum.
Float snjóflóðapokinn tryggir ekki að þú komist lífs af úr snjóflóði. Aflaðu þér þekkingar, taktu góðar ákvarðanir og vertu viss áður en þú leggur af stað.
- Stærð: 10 - 15 lítrar
- Þyngd: 2.756 gr. (allt kerfið með fullri flösku), 2.198 gr. (allt kerfið án flösku), 1.563 gr. (eingöngu pokinn)
- Hentar baklengd á bilinu 44.4 cm upp í 49.5 cm
- Vatnspokahólf
- YKK rennilás með DWR húðun
- Efni: 330 denier mini ripstop nylon w/ PU coating (main) 420 denier oxford nylon w/ PU coating (high wear areas) 200 denier polyester (lining)
- Skíðafestingar
- Snjóbrettafestingar
- Festing fyrir ísaxir
- Mótað bak fyrir gott loftflæði
- Gott innra burðarkerfi
- Stillanleg mittisól eftir hæð
- Kerfi: Float 2.0 snjóflóðabúnaður með 150L púða og Erco Trigger kerfi
- Klofól
- Tækjahólf
- Hjálmfesting (hægt að fjarlægja)
- Renndur vasi á mittisól