Raptor 14
Vörunúmer: 10005045 FOrange
Osprey Raptor 14 er frábær hjólapoki sem tryggir þér allt sem þú þarft fyrir hjólatúrinn. Innbyggður 2,5L vatnsbrúsinn tryggir að þú lendir ekki í vökvaskorti og gott skipulag pokans sér til þess að þú getir haft allt á sínum stað. Auðvelt aðgengi er í vatnspokann svo auðvelt er að fylla á eftir þörfum. Innbyggður segull tryggir að vatnsslangan helst á sínum stað. Þægilegt AirScape™ bakið og ólarnar tryggja góða öndun og kælingu þrátt fyrir mikil átök á hjólinu. BioStretch™ mittisbeltið veitir einnig frábært loftflæði. Sérstakt LidLock™ kerfi sér til þess að hjálmurinn þinn helst fastur á sínum stað, án þess að hætta sé á að hann rispist innan í pokanum. Gott skipulag í bakpokanum innanverðum tryggir að þú getur haft hvern hlut á sínum stað og auðvelt aðgengi er í öll hólf. Neðst í pokanum er gott aðgengi í ToolWrap™ geymslusvæði pokans fyrir mögulega varahluti fyrir hjólið, sem þú vilt jafnvel geta hafa meðferðis. Á framanverðum pokanum er gott pláss fyrir stærri hluti eða jafnvel svæði fyrir blauta hluti. Gott endurskin á pokanum og LED tengi tryggir sýnileika í myrkri.
Frábær valkostur þetta!
- Innbyggður 2,5L vatnsbrúsi
- Gott AirScape™ bak úr svampi tryggir þægindi og góða aðlögun að baki notandans
- BioStretch™ mjaðmabelti og axlarólar
- Innbyggt ToolWrap™ geymslusvæði fyrir aukahluti (rúllast út)
- Innri vasi fyrir vatnsbrúsa
- Festing fyrir lykla
- LidLock™ hjálmafesting
- Vatnsslangan festist með segli, helst á sínum stað (ekki hellist úr)
- Endurskin er á pokanum
- Segull á brjóstól (heldur vatnsslöngu á sínum stað)
- Renndur vasi sem tryggir að t.d. sólgleraugu rispast ekki
- Vasi að framanverðu með auðvelt aðgengi
- Efni: bluesign® vottað endurunnið 210D nælon efni. Efnið hefur verið meðhöndlað með vatnsfráhrindandi efni (DWR), laust við PFAS.
- Þyngd: 1,0 kg
- Stærð: 48 x 22 x25 cm