ALTERRA GTX
35.990kr
17.995kr
Vörunúmer: 402169
Alterra GTX eru góðir gönguskór sem eru hannaðir með blandað landslag í huga. Léttir, þægilegir með frábært notagildi.
Hvort sem þú hefur í huga styttri eða lengri gönguferðir þar sem þú þarft trausta, örugga en jafnframt þægilega skó sem gefa góðan stuðning, þá uppfyllir Alterra GTX þær kröfur. Fæturnir haldast þurrir hvort sem þú stígur í vatn eða lendir í góðri rigningu, Gore Tex filman í skónum sér til þess.
Einstök þægindi og framúrskarandi gæði hafa skipað AKU meðal fremstu og virtustu skóframleiðanda í heimi. Sífellt fleiri kjósa AKU skóna framar öðrum enda ekki skrýtið þegar tillit er tekið til allra kosta AKU, gæða og verðs.
Nánar um Alterra GTX:
- Efri partur: Rúskinn (Suede) + efni sem gefur eftir
- Vörn á efri parti: Liba Smart PU (40% léttara en gúmmí en endingarbetra við viðnám)
- Stærðir: Til í stærðum 39 - 48
- Kemur í heilum og hálfum númerum
- Litur: Svartur (með rauðu)
- Lýsing á fóðri: Gore Tex® Performance Comfort
- Ytri sóli: VIBRAM® Octopus
- Miðsóli: Double Density PU
- Stífleiki: Nylon + DIE CUT EVA (medium)
- Innlegg: Custom Fit
- Þyngd: 670 gr (dömuskór 550 gr)
- Hægt að fá sérstaka dömuútgáfu