Unlimitech skíðajakki dömu
Vörunúmer: 34W2506 Vaniglia

Unlimitech skíðajakkinn er hannaður fyrir krefjandi aðstæður og alls kyns ævintýri þar sem er nauðsynlegt að verjast vel krefjandi umhverfi og aðstæðum. Þessi vandaði jakki veitir góða einangrun frá bæði snjó og raka og veitir þér jafnframt mikil þægindi. Saumar eru límdir að fullu og "Clima Protect" himnan liggur á milli laga í efni jakkans sem tryggir góða vörn gegn vindi og regni. Auk þess er vatnsfráhrindandi áferð á efni. Í jakkanum er "Primaloft Black Insulation Eco" bólstrun sem gerð er úr endurunnum efnum. Innri snjóvörn er í jakkanum og rennilás í handvegi svo auðvelt er að lofta um þegar þörf er á. Stroff á ermum er auðvelt að stilla með frönskum rennilás og innra stroff er gert úr teygjanlegu Lycra efni með gati fyrir þumalfingur. Áföst hettan á uppháum kraganum veitir aukna vörn frá aðstæðum. Tveir hliðarvasar eru til staðar og sérstakur vasi er fyrir skíðapassa. Sniðið er þægilegt og jakkinn tilvalinn valkostur þegar þörf er á skíðajakka sem ver vel án þess að fórna þægindum fyrir.
- Þyngd: 950gr
- Sídd: 73cm
- Hliðaropnun fyrir aukna loftun
- Vatnsheldni: WP 10.000
- Öndun: MVP 10.000
- Límdir saumar að fullu
- Vasi fyrir skíðapassa
- Tveir hliðarvasar
- Áföst stillanleg hetta
- Hægt að þrengja að í stroffi
- Innra ermastroff með gati fyrir þumalfingur
- Innri renndur vasi
- Vatnsfráhrindandi rennilásar
- Innri snjóvörn með silicone áferð, svo sitji á réttum stað
- Módelið á mynd er 176cm á hæð og er í stærð 44 (grænn jakki)