Pinnacle Soloist
Vörunúmer: 50246

Vandað og glæsilegt pottasett fyrir einn sem er tilvalið í útileguna eða ferðalagið. Hér er sannarlega hugað að því að hlutirnir taki sem minnst pláss þar sem settið er einstaklega fyrirferðalítið sem kemur sér vel fyrir bakpokaferðalagið. Settið er létt í burði, aðeins 309 gr og húðað með framúrskarandi Teflon® Radiance vörn svo matvæli festist ekki við botninn á pottinum þegar eldað er. Einstaklega góð hitaleiðni þökk sé þriggja laga húðun sem nær hitastiginu upp 25% hraðar. Settið inniheldur 1.1 L pott sem er húðaður svo ekkert festist við, pottloki með götum (sigti), skál með hlíf, 1 stk af "Sip-it" lok (svo það sullist síður útfyrir, skeið/gaffall (foons) sem hægt er að brjóta saman og poki utan um settið sem hægt er að fylla af vatni og þvo upp úr. Handfangið á pottinum er hægt að leggja niður svo lítið fari fyrir því. Settið er laust við BPA efni.
- Eins manna sett
- 1,1 L pottur með handfangi (sem hægt er að fella niður)
- 1 x glös/skál
- 1 x skeiðar/gafflar
- 1 x "Sip-it" lok (svo ekki skvettist út fyrir)
- Geymslupoki sem hægt er að nota sem þvottabala
- Stærð: 127 x 137 x 140 mm
- Þyngd: 309 gr