Helia klifurbelti
29.990kr
Vörunúmer: 7491800 Icemint
Létt og hágæða klifurbelti frá Edelrid fyrir bæði kynin! Stillanlegt á nokkrum stöðum en beltið pakkast vel saman. Hentar vel fyrir konur og karla sem eru nettir um mittið. Þægileg nýstárleg 3D bólstrun gefur aukin þægindi og fiðrildalögun beltisins dreifir álaginu betur yfir mittið. Til að minnka þyngd beltisins og til þess að það sé auðveldara að pakka því saman, var einungis sett bólstrun á álagssvæðum. Lengri fótalykkja gerir það kleift að staðsetja beltið fyrir ofan mjaðmabeinið. Beltið kemur með 15mm Slide Block fóta sylgjum sem og 20mm Slide Block beltissylgju sem þýðir að það er auðveldara að klæða sig í eða úr beltinu. Frábært alhliða klifurbelti fyrir fjallaklifrið eða í jöklaferðirnar.
- Auðvelt að klæða sig í
- Festipunkur (e: Belay loop) er með innbyggðum rauðum Dyneema þræði sem kemur fram við slit
- Auðvelt að pakka saman til að taka minna pláss fyrir ferðalög
- 5 búnaðarlykkjur og fjórar festingar fyrir búnaðarkarabínur ásamt lykkju fyrir kalkpoka að aftan.
- Rennd búnaðartaska á mittisól fyrir aukahluti
- Gert úr bluesign® vottuðu efni.
- Stillanlegar ólar á lærum
- Þyngd: 395gr
- Litur: Blátt/Svart
- Stærðir: XS, S, M, L