Peak
Vörunúmer: 52909 MBlack

Gæða sólgleraugu sem eru tilvalin fyrir jöklaferðir og aðrar aðstæður í mikilli birtu og fyrir notkun í mikilli hæð. Sterkbyggður rammi og rispufrí linsa tryggja frábæra sýn allan daginn svo þú getur notið ferðarinnar, hvar sem þú ert. Linsan er með hæsta birtustuðlinum frá BLIZ, sem er CAT 4. Þetta þýðir aukin vörn gegn sólargeislum þegar sólin er sem hæst, sem hentar vel í endurkastinu af snjónum í jöklaferðinni. Sólgleraugun eru með sterka linsu, 100% UV vörn og á hliðunum er vörn gegn sólarljósi frá hliðarramma, sem hægt er að fjarlægja. Ramminn er gerður úr Grilamid (TR90) sem veitir þolmikla, sterkbyggða og létta umgjörð. Þyngd gleraugnanna er aðeins 27gr og þau eru með stillanlegri nefklemmu og sveigjanlegum endum á spöngum. Gleraugun eru með stamt efni á endum spanganna svo þau sitji vel á þér og hliðarpanelinn er hægt að fjarlægja ef þess er óskað. Polarized linsan hrindir frá endurkasti, hvort sem er frá snjó, vatni eða blautum vegum. Þetta gefur góða og skýra sýn.
- Birtustuðull (CAT): 4
- Ljóshleypni: 8%
- Black
- Linsa: Polarized w gold mirror lens
- Stærð: M/L
- 100% vörn gegn útfjólubláum geislum
- Sterkbyggð og rispufrí linsa
- Sveigjanleg nefklemma
- Sveigjanlegir endar á spöngunum
- Gleraugnaól
- Stamt efni á endum spanganna fyrir aukið grip og þægindi
- Innifalið í öskju: Geymslupoki
- Þyngd: 27 gr