Alpina bakhlíf herra
24.990kr
Vörunúmer: 11200002757
Allir þeir sem farið hafa á skíði eða bretti vita að sumir dagar í brekkunni eru erfiðari en aðrir. Það er mikilvægt að vera undir allt búinn og þá geta Alpina bakhlífarnar komið sér vel, enda mikilvægt að verjast vel ef fall í brekkunni á sér stað. Bakhlífarnar virka eins og lag af klæðnaði, þær anda og eru þægilegar í að vera, þökk sé mjúku mesh efni að aftanverðu. Ákjósanlegt loftflæði er til staðar sem eykur enn við þægindin. Bakplatan er sveigjanleg sem skilar sér í auknum þægindum. Verndar einnig mjaðmabein og góð vörn er til staðar fyrir hliðarhöggum. Leggjast þægilega að og hægt að stilla eftir þörfum. Bakhlífin verndar hrygg og mænu fyrir skaða, þú átt bara einn líkama og hann þarf að vernda.
- Auðvelt aðgengi
- Rennilás að framanverðu
- Mjúkt meshefni að aftan
- Góð öndun
- Verndar hrygg og mænu
- Kemur í nokkrum stærðum